Litla skipulagða

Edda´s diary

20.3.05

Hæ hæ hér kem ég enn á ný. Sko ég er alltaf að koma að óvörum. Ég kem alltaf sterk inn þegar ég kem.

Þetta eru búnar að vera strembnar vikur. Mikið að gera í vinnunni, heima og í skólanum svo tekur Katrín Ýri mikinn dásamlega tíma frá mér. Hún hringir stundum í mig og biður mig um að koma með sér hitt og þetta, í búðir, keyra sig í vagninum um Kópavog, borða með sér og hvort hún megi vera hjá mér smá stund svo ég geti skipt á sér þegar hún er búin að kúka. Haldið þið að það sé hægt að segja nei, nei akkúrt það er sko ekki hægt.
Svo er ég búin að vera í trylltu skapi alla vikuna búin að vera óþolandi við allt og alla, en dætur mínar frumburðurinn og örverpið björguðu mér gáfu mér gjöf og komu mér til að brosa við lífinu aftur og minntu mig á að mér ber að vera þolinmóð, umburðarlynd, geðgóð, ástrík, dugleg og þrifin, og miðdóttirin tók utanum mig og smellti á mig nokkrum kossum, er hægt að hafa það betra? Svo varð ég voða væmin og góð við Gunna og fór og keypti á hann Boss bol (var að vísu búin að kaupa á mig bol og buxur og D og D gáfu mér gallabuxur) bolurinn er klæðilegur og Gunni er rosa flottur í honum. Ég meira að segja gaf Katrínu Ýri sterkbleika sokka, svona get ég verið góð.

Svo er erfitt verkefni í skólanum núna sem við trillurnar þrjár (edda, lilja og sigrún hulda)þurfum að skila af okkur 29. apríl en við ætlum sko að skila því sem fyrst í kringum 20. apríl þá eigum við smá breik til 9. maí. Og við ætlum ekki að gera neitt um páskana nema að hafa það notó með fjölskyldu okkar.

Við Gunni erum að fara til London með Ester og Einari vinafólki okkar og ég hlakka svo til að það nær engri átt, ég ætla að eiga yndislega daga með þeim.

Raggi er úti núna í æfingarferð á Spáni og Laufey er í Svíþjóð. Raggi verður úti um páskana en Laufey kemur á morgun og fer upp á Skaga um páskana svo við hjónin eru bara með litla dýrið og Mána heima. En ætlum upp í sumó með ömmu Unni, Dögg, Erling, Katrínu Ýri, Dagnýju og jafnvel Önnu Margréti, ég hlakka líka til þessa.

Ég gleymdi að segja frá því að við fórum á Selhól (sumarhús í Grímsnesi hjá Klausturhólum) síðustu helgi, Gunni var í Noregi á ráðstefnu svo við fórum á föstudeginum upp í bústað, ég, amma Unnur, Raggi, Laufey, Anna Margrét og Bogi. A og B fóru snemma á laugardagsmorguninum heim á leið því A þurfti að fara að vinna snemma og keppa í fótboltanum. Ég og amma Unnur fórum í bæinn klukkan 17 en R og L urðu eftir til sunnudags. Dögg, Erling og ömmu-sál ætluðu með okkur en þau voru öll kvefuð upp til hópa. Sem sagt með hor og slef. En D, E og K buðu mér í mat á laugardagskvöldinu og á videogláp. Við sáum The Mummy ein af mínum uppáhaldsmyndum svona mynd í Indina Jones stíl. Ég fór heim um 1:3o um nóttina og hélt nú að litla dýrið (Dagný) væri heima að taka á móti mömmu sinni en það var öðru nær. Og í sannleika sagt var ég hálf skelkuð, allt slökkt í húsinu, ég ein heima (Máni var á sjens) og ég nýbúin að horfa á þessa líka bráðskemmtulegu múmíumynd. Og ég hélt að Anna Margrét myndi sofa hjá mér en það var öðru nær, og litla dýrið kom ekki heim fyrr en um morgunsárið þegar sól var að rísa upp úr haffletinum. Svo ég varð að sofa með allt uppljómað þökk sé mínum elskulega tengdasyni og hans slekti, en mig dreymdi svo sem engan óhugnað. En ég verð að viðurkenna það að ég fór og horfði á Mummy 2 daginn eftir hjá D, E og K en svaf betur þá nótt því minn heittelskaði var komin frá útlandinu.
J
æja ekki meira blögg nei djók blogg að sinni og mál að linni.
Skrifa kanski meira næst ég sé til í hvaða stuði eða kruði ég verð.
Og eitt enn ég sakna B svolítið og ekki orð meira um það.
Litla skipulagða ég.
Es. Nýyrði þessa pistils er kruði sem þýðir að vera krumpaður eftir langan nætursvefn.

4.3.05

Jæja já, ég er komin einu sinni enn.
Er hjá Dögg og Katrínu Ýri að „snilla“.
Katrín er búin að vera eitthvað óró, en amma svæði hana, ég hef ótrúlega góð áhrif á hana, og hún að sjálfsögðu á mig líka.
Það er brjálað að gera eins og vanalega, en ég er þó að „blögga“ núna.
Skrifa seinna meira þarf að fara að huga að Dögginni og litlu ömmu sál og heim að læra, læra, læra.
Svo er vitanlega IDOLIÐ í kvöld og þá þarf að skella í sig einu til tveimur glösum að rauðvíni og ég gaf það í skyn í gær að ég ætla ekki að elda neitt í kvöld.
Raggi og Laufey ætla upp á Skaga, Dagný borðar yfirleitt ekki neitt heima við, svo við erum tvö hjónakornin svo ég bið minn heittelskaða að bóða mér upp á kínamat............

10.2.05

Amma Edda er komin aftur að skrifa á bloggið sitt, ég hef sko svvvvvvvooooo mikið að segja og hér kemur það.
 1. Það er brjálað að gera í skólanum, mikil og stór verkefni fram undan, en maður slettir því fram úr erminni ásamt Sigrúnu Huldu og Lilju, en þær eru með mér í verkefnunum
 2. Var að þrífa allt húsið í dag, lærði frá 8:15-12:15 ásamt Sigrúnu Huldu og fór svo í að þrífa húsið til kl. 17:45, þvílíkur léttir að vera búin að því
 3. Hef lítið sofið út síðustu vikurrrrrrrrr vegna anna í vinnu, skóla og heimilishalds, en ég fæ að sofa út um helgina jamm-jamm þvílík tilhlökkun..........
 4. Svo er teiti hjá okkur Gunnari á laugardaginn við erum að fara á Byko árshátíð á Broadway, svo er líka árshátíð hjá Breiðablik, en það þarf að velja og auðvitað velur maður vinnustað makans ég er mjög sátt við það, langaði eiginlega ekki á Breiðablikshátíðina nema til að sjá Audda og Sveppa en þeir eru veislustjórar, synd að missa af þeim, en það kemur hátíð eftir þessa hátíð
 5. Svo er rúsínan í pylsunni við Gunni erum að fara að passa Katrínu ömmu sál á morgun, ég hlakka svo til hef hana alveg út af fyrir mig, Jesús, þvílík tilhlökkun, ég skal svo dekra hana það er víst, en ekki segja neinum.............
 6. Jæja þarf að fara að sauma sokkinn hennar Katrínar ömmu sálar og horfa á Idol í henni stóru Ameríku

Já, Tinna mín ef þú lest bloggið mitt þá læt ég verða af því að koma til London. Bogi og Anna Margrét gáfu okkur Gunna gjafabréf með expressinum við fljúgum út 27. apríl og verðum til 2. maí. Vinafólk mitt fer með okkar, en við verðum í bandi fyrir þann tíma.

Bið að heilsa öllum krúttunum sem lesa bloggið mitt.............

Ble-ble þar til næst

22.1.05

Loksins, loksins........

Það kom að því að edda ákvað á skrifa.

Ég hef gríðarstóra afsökun af hverju ég hef ekki bloggað fyrr. Það er búið að vera svo mikið að gera.

Skólinn brjaður aftur eftir gott jólafrí. Mér gekk framar öllum vonum á 1. önninni minni, fékk ágætis meðaleinkunn, geng því glöð inn í nýtt ár. Svo er maður sko orðin amma og það er sko ólýsanleg tilfinning, ég er varla búin að fatta þetta ennþá. En mig hlakkar svo til þegar Katrín fer að þekkja mig og segja „amma“, jíhi hvað mig hlakkar til. En lífið heldur áfram sinn vanagang sem betur fer.

Læt heyra frá mér fljótt aftur.


27.12.04

Gleðileg jól og farsælt komandi ár elsku vinir og vandamenn nær og fjær. Skrifa á nýju ári um þennan yndislega desembermánuð, þá kemur „díteilið“.
Sjáumst og heyrumst..........

2.12.04

Hæ allir.........
Úbbs er á lífi. Hef svo lítinn tíma fyrir allt og ekkert. Þarf að klára þessa ritgerð svo ég komist í langþrátt jólafrí. Húsið á hvolfi, krakkarnir í prófum, Gunni að vinna, ég að vinna, æææ ég er hætt að kvart og kveina.
Heimilisvaggan er komin frá Akureyri frá honum Kristjáni blinda, hún er snilld. Dögg fær vögguna fyrst svo.............?
Hlakka til jólanna, langar að fara að þrífa og skreyta, af hverju var ég að plottast í þetta nám, má ekki vera að því, en það er samt svo gaman.
Þegar ég skrifa inn á þetta næst þá er ég búin með ritgerðina..............Takk allir sem skrifa á bolggið mitt þið eruð frábær. Jólasveinakveðja frá mér til allra.........

17.11.04

Hæ, hó hér kem ég á nýju síðunni minni.
Frábært hvað margir hafa svarað, jahú !!!!!!!

 1. Ritgerðin:
  Ég er búin að gera uppkast (samt ekki kastað upp ennþá!) að ritgerðasmíð minni, Jesús, já ég ætla að fara með bænirnar mínar á hverju kvöldi þar til rigerðarsmíðinni er lokið, til að fá and- og líkamlegan styrk (ætti kanski að fara í ræktina til að fá líkamlega styrkinn).
 2. Skólinn:
  Er búin að sitja í dag við tölvuna að greina-lesa enska grein sem heitir „ten questions for school leaders“. Ég er sko í 5 manna grúbbu og við eigum að velja okkur 3 enskar greinar um „leadership “ af 48 greinum, og við erum líklega komnar að niðurstöðu um hvaða 3 greinar þetta eiga að vera. Við eigum að greina þær og skrifa um þær 1-2 bls. og ég er s.s. búin með 1 stk. á eftir að greina/lesa 2 til viðbótar. En ég ákvað að setja hlé á þær og koma mér að verki með ritgerðarsmíðina. Bla-bla-bla.
 3. Sigga Alma:
  Sigga Alma mín ef þú átt eftir að lesa þetta, þá kynnti ég bangsana á föstudaginn var, krakkarnir urðu alveg hugfangin. Við lásum um að einhver leikskóli hafi fengið einn bangsa en okkur datt ekki í hug að við ættum líka að fá, þúsund þakkir fyrir það. Dögg lét mig fá netfangið þitt svo ég er í góðum málum. Hvenær og hvernig eigum við að skila bangsafjölskyldinni til ykkar?

  Þeir sem ekki vita um bangsana, þá tókum við þessa bangsafjölskyldu að okkur í nokkurn tíma en þeir koma frá Skagen í Danmörku. Þeim fylgdi margar sögur og myndir frá öðrum leikskólum í Danmörku, svo fara þeir líklega til Ítalíu. Gaman, gaman hjá þeim. Takk Sigga mín fyrir þessa frábæru hugmynd með bangsana.
 4. Lokin:
  Sko ég er svvvooooooooo dugleg að „blogga“. Jahúuuuu

Love you all, good nigth. (Nei þetta er ekki ensku kennsla en ég er að lesa ensku daginn út og daginn inn er nema von að maður breytist).

Guðminngóður talandi um þetta. Döggin fór til Akureyrar í viku að mig minnir, (hún var þá yngri en hún er í dag), þegar hún kom til baka í foreldrahús þá talaði hún með norðlenskum hreim, snillingur, gerði þetta í u.þ.b. mánuð en var þá búin að gleyma hreimnum, snillingur.

Megi Guð geyma ykkur öll. Góða nótt..............