Litla skipulagða

Edda´s diary

28.12.03

Hæ, hæ.
Letidagurinn sunnudagur.

Er búin að gera sama sem ekki neitt nema: fá mér að borða, taka úr þurrkaranum, setja í hann aftur og í þvottavélina, setja uppþvottavélina í gang, horfa á "í beinni með Guðna Bergs" og snilldarbíómynd "Story of us" með Michelle Pfeiffer og Bruce Willis í aðalhlutverkum, nú hætti ég skoooooooooo að röfla yfir öllu mögulegum hlutum það er víst, því ég held að Michelle hafi ætlað sér það, jæja þeir vita sem hafa séð þessa mynd, hún á eftir að gera mig að betri persónu, það er víst.

Jæja ætla að halda áfram að vera löt en græja samt þvottahúsið og eldhúsið áður en ég fer að pússla.

Heyr, heyr.

Jólakossar...............

26.12.03

Í dag er 27. brúðkaupsdagurinn minn og míns heitt elskaða, Gunna Pa.

Anna Margrét næst elsta dóttir mín aðstoðaði mig við að gera þessa síðu að veruleika, kann ég henni þakkir fyrir.

Ég mun halda áfram að "blogga" eitthvað skemmtilegt og leiðinlegt (það verður að fylgja því ef það væri ekki eitthvað leiðinlegt þá væri aldrei skemmtilegt, ekki satt ?????)

Hafið góðar stundir þar til ég læt heyra í mér.

Jólakossar og stórt knús..........