Litla skipulagða

Edda´s diary

20.1.04

Hæ, hæ kæra dagbók.
Þetta var "röff" dagur.
Var að vinna til kl. 17:30 frá kl. 8:00.
Fyrir utan að ég þurfti að hendast hingað og þangað í morgun. En hvað um það dagurinn var samt í alla staði góður.
Er búin að bjóða afa Ragg og ömmu Unn í eðal kjötsúpu. Á morgun ætla ég svo að keyra ömmu Unn út að Umferðamiðstöð, hún er að fara til Eyja til Stellu vinkonu, sem er hið besta mál. Annars var hún með áhyggjur af sunnudeginum, hún er ótrúleg hún amma Unn. En ég ætla rétt að vona ða hún eigi eftir að skemmta sér og öðrum vel "on Vestman Island". Nýji jeppinn er hreint frábær, miklu ljúfari en hinn, en sá var samt góður.
Dögginn er eitthvað óhress með mömmu sína þessa dagana, en vonandi batnar það fljótlega, plásturinn er fljótur að láta mein gróa.
Anna Magga er eitthvað óhress líka. Alhæfing: Borðar líklega ekki nóg, æfir og stíft, kærastinn eitthvað ekki nógu ??????? En þetta batnað líka fljótlega.
Raggi er allur að koma til, miklu glaðlegri eftir að hann hætti: Að sofa á daginn, fór að vinna þrisvar í viku, æfa að meiri festu, mæta vel í skólann og læra.
Dagný er aldrei heima. Er að ; vinna, læra, stunda skólann, í skemmtinefnd, á æfingu, í Sporthúsinu, stunda vinkonurnar, iðka bæjarlífið-teitin-afmælin og svo mætti lengi telja. Hún er frekar þreytt á morgana og frekar geðill...........
Pabbinn er að vinna, virðist vera mjög ánægður þar. Sofnar oftast fyrstur af öllum meðlimum Álfaheiðar 4, ásamt Mána. Annars er hann í góðu gengi eins og alltaf.
Máni er sífellt svangur, og orðinn algjör inniköttur, svei, svei. Má ekki orðið af okkur sjá, ég held að hann sé orðinn ellliær, svei mér það.
Fiskarnir fimm: Tott er eitthvað veikur, hann er búin að lúra á botninum í 4 daga, annað hvort er hann fár veikur eða með ömmubörn handa mér. Hí - hí, ég er svo spennt.
Hætt núna er að fara að ná í Gunna í vinnuna.
Ble, ble, þar til næst........

8.1.04

Góðan og blessaðan daginn !
Búinn að vera erilsamur dagur hjá mér.
Var að vinna til kl. 17:15, ss. lokaði leikskólanum.
Mikið áreiti allan daginn.
Kom heim setti í þvottavél, tók úr vélinni og setti í þurrkarann, æji þið vitið þetta vanalega, setja í uppþvottavélina líka, svo elda matinn, hvenær tekur þetta enda. Líklega aldrei, aldrei, aldrei. En ekki þýðir að kvarta því það er enginn til að taka við kvörtunum eða að hlusta á þær, svo hana nú, hættu.
En dagurinn var samt í alla staði nokkuð góður.
Ég þarf að biðja hana Dögg um að útbúa fyrir mig einhvern ramma til að þið/þeir sem líta inn á þessa síðu getið skrifað inn á hana.
Svo bæ, bæ,
sjáumst.