Litla skipulagða

Edda´s diary

11.3.04

Fimmtudagur 11. mars 2004
Já ég veit að það er langt síðan að ég hef skrifað, en ekkert svona ég er byrjuð. Það hellirignir úti, ég var að vinna frá 8:00-20:00, hvað margir tímar ? já getið þið nú........hí-hí. Nú eru Dögg og Erling flutt í Ástúnið, jíbbí fyrir þeim. Það voru erfiðir flutningar hjá þeim því það er drjúgt það sem þau eiga. Þau eru búin að koma sér sæmilega fyrir, voru að flísaleggja inni á salerni í gærkvöldi, duglegt ekki satt? Maður þarf að fara að kíkja á þau við tækifæri. Raggi er komin heim frá Köben, Póllandi og Þýskalandi úr námsferðinni sinni, allt gekk vel hjá honum, sem betur fer, hann er að vitkast og þroskast drengurinn sá. Dagný er á vökunni þessa dagana, hún sefur á daginn eins og Birnan og vakir á kvöldin/nóttinni eins og uglan. En hún vitkast vonandi bráðum líka. Við amma fórum til Önnu og Boga og tókum í geng hjá þeim, breyttum og bættum, þvílík snilld, þetta er sko orðið "kjút" heimili loksins. Ég er ennþá hálf þreytt eftir Ítalíuferðina hún var sko "röff", en margt lærði maður margt og mikið m.a.
- að ganga með regnhlíf í bullandi snjókomu
- hlusta á ítölsku með enskri þýðingu
- keyra á 140 kílómetra hraða
- fljúga með tveimur flugvélum sama daginn
- vera hálfan sólarhring á flugvelli og láta sér ekki einu sinni leiðast
- sofna í flugvél, vara í 22 klukustundir
- hlusta á fyrirlestra, skoða, borða og fl. frá klukkan 8:00-23:00
- drekka allt of lítið rauðvín, skiljið á Ítalíu..........
- og svo svo svo...........
Já þetta var ansi "röff" ferð, en ég hefði ekki viljað missa af henni það er víst ábyggilegt, því það er alltaf svo gott að koma heim til allra sem þykja vænt um mann og það eru sko ekki svo fáir.
Jæja ekki meira að sinni, þarf að fara að sofa því ég þarf að safna kröftum til að labba út í Nauthól með Auði og Möggu á morgun. Við ætlum að fá okkur að snæða þar.
Good night everybody.........