Litla skipulagða

Edda´s diary

23.4.04

Gleðilegt sumar til allra sem lesa dagbókina mína.
Vona að sumarið verði öllum til heilla.
Ble-ble og kiss, kiss
kv. edda

20.4.04

20. apríl 2004

Hæ dagbók !!!
Loksins skrifa ég smá, smá. Ég hef haft mikið að gera er alveg á hausnum að huga að afmælinu hans Gunna, hugsa og hugsa, má varla vera að því að vera í vinnunni því ég er alltaf að hugsa og hugsa. Ég, Anna Margrét og Dagný erum búin að skrifa á boðskortin, stimpla þau með innsigli og senda/fara með þau. Ég setti nokkur í póst, Dagný keyrði út í allan Kópavoginn og Anna Margrét og Bogi keyrðu í Grafarvoginn og Grafarholtið. Ég og pa fórum í Breiðholtið, Garðabæinn og Hafnarfjörðinn, Raggi ???????? gerði mest lítið. Auður og Guðlaug vinkonur mínar ætlað að hjálpa mér fyrir afmælið, amma Unnur ætlar að útbúa nokkuð fyrir mig, leyndó sko.........Mikið verður gott þegar þetta er búið samt þykir mér ofsalega gaman að standa í svona. Valli, Svenni, Raggi, Bogi og Erling koma svo 7. maí og rústa stofunni og garðinum, stendur mikið til, já það mætti halda það. Döggin á eflaust eftir að rétta hjálparhönd líka í formi þrifa með mömmu sinni og Anna Margrét og Dagný, því húsið þarf að vera vel strokið fyrir svona stóran viðburð. Ef fleiri vilja leggja lið þá er velkomið að senda mér póst á gunnar-edda@simnet.is, velkommen......... Jæja nú er mál að linni að sinni, hí-hí. Jú eitt ennþá helgina 14. maí þyrftum við hjónin að vera á fjórum stöðum, þetta er sko ekkert grín. Leita hér með eftir staðgenglum, nei ég segi bara svona.
Jæja bull, bull og ble,ble...............
Ma-ma.

3.4.04

3. apríl 2004
Æðislegt í gærkvöldi. Við Gunni fórum fyrst á fund með hópnum okkar. Það var frábært eins og alltaf. Fórum svo í mat til Daggar og Erlings, ekki neitt smá "grand" hjá þeim. Svona var þetta:
* Freyðikampavín þegar inn var komið.
* Rúsínur og hnetur á boðstólnum.
* Forréttur: Grafinn lax, graflaxsósa, salat og ristað brauð.
* Aðalréttur: Kjúllabringur, salat, sósa og kartöflubátar.
* Eftirréttur: Kaffi og páskaegg með málshætti.
* Svo fengu allir páskaegg, ég og Gunni saman Pa-Erlings og Ellen saman, amma ein og Beta ein.
Þetta var allt frábært.
Gunni er búin að vera hálf slappur, kvef í kallinum og vinnuhelgi. Ég verð að vera góð við hann og dekra svolítið, ég ætla að elda handa honum kínamat og gefa honum hálfan bjór með.
Eigið góða helgi.
BLe, BLe...........
3. apríl 2004
Æðislegt í gærkvöldi. Við Gunni fórum fyrst á fund með hópnum okkar. Það var frábært eins og alltaf. Fórum svo í mat til Daggar og Erlins, ekki neitt smá "grand" hjá þeim. Svona var þetta:
*Freyðikampavín þegar inn var komið.
*Rúsínur og hnetur á boðstólnum.

2.4.04

2. apríl 2004

Mjög svo erfið vika. Brjálað í vinnunni. Vöðvabólgan að drepa hvern mann, sérstaklega mig. Er samt að róast, enda kominn föstudagur. Er búin að vera að "tjilla" með Dögg hele dagen, hún ætlaði rétt að skreppa í Rúmfaralagerinn og Bónus, 2 tímar, hún ætlaði rétt að skreppa í Smáralindina , 2 tímar, hún ætlaði rétt að fá sér kaffisopa sem varð reyndar að appelsínu sem hún svo hellti helmingnum niður á borðið. Svo ætlaði hún að bjóða mér upp á kaffi, nei ég borgaði það sjálf og kakóið hennar Önnu Margrétar, nei hvernig læt ég Dögg borgaði heilar 20 krónur, er þetta ekki allt yndislegt. Jú þetta er búin að vera merkilega góður dagur, ég held meira að segja að Dögginni hafi tekist að láta Ma sinni gleyma allri vöðvabólgu, svei mér þá. En er komin heim (kl. er 19:00) og er að fara aftur. Fyrst á fund með hópnum okkar Gunna svo í, takið eftir ÞRIGGJA RÉTTA MÁLTÍð til Daggar og Erlings, namm namm þvílík tilhlökkun. Ma Erling, amma, Pa Erling + 1, Erling sjálfur og Döggin. Má ekki vera að því að skrifa mera í beli.
Bless, bless þessi með svörtu augabrýrnar