Litla skipulagða

Edda´s diary

17.11.04

Hæ, hó hér kem ég á nýju síðunni minni.
Frábært hvað margir hafa svarað, jahú !!!!!!!

 1. Ritgerðin:
  Ég er búin að gera uppkast (samt ekki kastað upp ennþá!) að ritgerðasmíð minni, Jesús, já ég ætla að fara með bænirnar mínar á hverju kvöldi þar til rigerðarsmíðinni er lokið, til að fá and- og líkamlegan styrk (ætti kanski að fara í ræktina til að fá líkamlega styrkinn).
 2. Skólinn:
  Er búin að sitja í dag við tölvuna að greina-lesa enska grein sem heitir „ten questions for school leaders“. Ég er sko í 5 manna grúbbu og við eigum að velja okkur 3 enskar greinar um „leadership “ af 48 greinum, og við erum líklega komnar að niðurstöðu um hvaða 3 greinar þetta eiga að vera. Við eigum að greina þær og skrifa um þær 1-2 bls. og ég er s.s. búin með 1 stk. á eftir að greina/lesa 2 til viðbótar. En ég ákvað að setja hlé á þær og koma mér að verki með ritgerðarsmíðina. Bla-bla-bla.
 3. Sigga Alma:
  Sigga Alma mín ef þú átt eftir að lesa þetta, þá kynnti ég bangsana á föstudaginn var, krakkarnir urðu alveg hugfangin. Við lásum um að einhver leikskóli hafi fengið einn bangsa en okkur datt ekki í hug að við ættum líka að fá, þúsund þakkir fyrir það. Dögg lét mig fá netfangið þitt svo ég er í góðum málum. Hvenær og hvernig eigum við að skila bangsafjölskyldinni til ykkar?

  Þeir sem ekki vita um bangsana, þá tókum við þessa bangsafjölskyldu að okkur í nokkurn tíma en þeir koma frá Skagen í Danmörku. Þeim fylgdi margar sögur og myndir frá öðrum leikskólum í Danmörku, svo fara þeir líklega til Ítalíu. Gaman, gaman hjá þeim. Takk Sigga mín fyrir þessa frábæru hugmynd með bangsana.
 4. Lokin:
  Sko ég er svvvooooooooo dugleg að „blogga“. Jahúuuuu

Love you all, good nigth. (Nei þetta er ekki ensku kennsla en ég er að lesa ensku daginn út og daginn inn er nema von að maður breytist).

Guðminngóður talandi um þetta. Döggin fór til Akureyrar í viku að mig minnir, (hún var þá yngri en hún er í dag), þegar hún kom til baka í foreldrahús þá talaði hún með norðlenskum hreim, snillingur, gerði þetta í u.þ.b. mánuð en var þá búin að gleyma hreimnum, snillingur.

Megi Guð geyma ykkur öll. Góða nótt..............


14.11.04

Góðan og blessaðan dag ! Brjálað að gera, læra, læra, læra, verkefnaskil og bévétis ritgerð. Jesús út í hvað er ég búin að koma mér..........
Ég er búin að kaupa nýjan bíl, flottastur, hvítur Rav4, maður þorir varla að keyra hann um göturnar, oft erfitt að vera á svona nýjum bíl.
Þegar kominn er 12. desember er ég komin í jólafrí ef ég verð búin að ljúka við ritgerðina sem ég stefni að.
Svo koma jólin og svo fæðist litla „bumbukrílið“, svo nóg er fyrir mann að hugsa um á næstunni.