Litla skipulagða

Edda´s diary

27.12.04

Gleðileg jól og farsælt komandi ár elsku vinir og vandamenn nær og fjær. Skrifa á nýju ári um þennan yndislega desembermánuð, þá kemur „díteilið“.
Sjáumst og heyrumst..........

2.12.04

Hæ allir.........
Úbbs er á lífi. Hef svo lítinn tíma fyrir allt og ekkert. Þarf að klára þessa ritgerð svo ég komist í langþrátt jólafrí. Húsið á hvolfi, krakkarnir í prófum, Gunni að vinna, ég að vinna, æææ ég er hætt að kvart og kveina.
Heimilisvaggan er komin frá Akureyri frá honum Kristjáni blinda, hún er snilld. Dögg fær vögguna fyrst svo.............?
Hlakka til jólanna, langar að fara að þrífa og skreyta, af hverju var ég að plottast í þetta nám, má ekki vera að því, en það er samt svo gaman.
Þegar ég skrifa inn á þetta næst þá er ég búin með ritgerðina..............Takk allir sem skrifa á bolggið mitt þið eruð frábær. Jólasveinakveðja frá mér til allra.........